Skip to main content

Framúrskarandi

Rafholt er 21 árs framsækið fyrirtæki sem hefur árum saman verið eitt stærsta fyrirtæki landsins í rafiðnaðargeiranum.

Við hjá Rafholti leggjum áherslu á að gera það sem í okkar valdi stendur til að skapa okkur gott orðspor og traust hjá viðskiptavinum, starfsfólki og í samfélaginu í heild. Stærsti auður fyrirtækisins felst í starfsfólkinu, þekkingu þess og reynslu. Allir starfsmenn njóta jafnréttis, óháð kyni, uppruna og trú.

Við erum stolt af því að tilheyra hópi framúrskarandi fyrirtækja á lista Creditinfo. Á hverju ári hlýtur einungis lítið hlutfall af fyrirtækjum þessa viðurkenningu. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtækin að uppfylla ströng skilyrði sem eru listuð hér að neðan.

Skilyrðin

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
  • Ársreikningi skal skilað lögum samkvæmt eigi síðar en átta mánuðum eftir uppgjörsdag. Tekið verður tillit til allra opinberra framlenginga RSK á skilafresti
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
  • Rekstrartekjur að lágmarki 55 milljónir króna reikningsárið 2022 og a.m.k. 50 milljónir króna 2021 og 2020
  • Fyrirtæki með rekstrartekjur yfir 5 milljarða króna þurfa að fylla út spurningalista um sjálfbærni
  • Framkvæmdarstjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) > 0 reikningsárin 2020-2022
  • Jákvæð ársniðurstaða reikningsárin 2020-2022
  • Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% reikningsárin 2020-2022
  • Eignir að minnsta kosti 110 milljónir króna reikningsárið 2022 og a.m.k. 100 milljónir króna 2021 og 2020

Árið 2023 var ellefta árið sem Rafholt vermir sæti á listanum og stefnum við á að vera þar áfram.